Beint í efni

LEX í hæsta gæðaflokki hjá Legal 500

2. apríl 2024

Hið virta matsfyrirtæki Legal 500 hefur birt mat sitt fyrir árið 2024. Matið er birt á greiningum á lögmannsstofum um allan heim sem ætlað er að varpa sem skýrastri sýn á alþjóðlegan lögfræðimarkað. LEX er hátt metið í öllum flokkum, þar af í hæsta flokki (Tier 1) í 8 af 10 flokkum.

Við erum gríðarlega stolt af þeirri viðurkenningu sem LEX teymið hefur fengið fyrir framúrskarandi frammistöðu, þar sem sumir af reyndustu lögmönnum okkar vinna sér inn sæti í „Hall of Fame“ eða eru nefndir sem „Leading Individuals“, á meðan aðrir hljóta nafnbótina „Next Generation Partners“ eða „Rising Stars“

Þeir flokkar sem Legal 500 metur

Þessi góði árangur er til vitnis um frábæra teymisvinnu, jafnt innan starfssviða á LEX og milli þeirra, sem og traust og farsælt samband við viðskiptavini okkar.