Helgi Þór Þorsteinsson
Helgi Þór Þorsteinsson er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Helgi Þór hóf störf hjá LEX fyrir útskrift hans úr lagadeild á árinu 2007 og hefur starfað hjá félaginu alla tíð síðan. Helgi Þór var í námsleyfi frá LEX 2011-2012 þar sem hann stundaði LL.M. nám í alþjóðlegum fjármálarétti við lagadeild King's College London í Englandi.
Stærstan hluta starfsferils síns hefur Helgi Þór starfað sem hluti af banka- og veðréttarteymi LEX. Í starfi sínu hefur Helgi Þór lagt megináherslu á ráðgjöf við fjármögnun, fjármagnsmarkaði og félagarétt. Helgi Þór hefur komið að miklum fjölda lánveitinga og skuldabréfaútgáfa, auk þess að hafa veitt ráðgjöf um skipulag, fjármögnun, og kaup og sölur fyrirtækja. Þá hefur Helgi Þór reynslu af málflutningi fyrir héraðsdómi, auk þess sem hann hefur komið að rekstri mála fyrir EFTA-dómstólnum.
Helgi Þór hefur sinnt kennslu í veðrétti við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2023 auk þess að vera leiðbeinandi með BA-ritgerðum á sviði veðréttar.
- Héraðsdómstólar
- LEX2006-
- King's College London, LL.M. gráða 2012
- Héraðsdómslögmaður2007
- Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands2007
- Verzlunarskóli Íslands2001
- Háskólinn í Reykjavík, stundakennari í veðrétti 2023-
- Háskólinn í Reykjavík, umsjónarmaður með BA-ritgerðum á sviði veðréttar 2023
- Háskóli Íslands, umsjónarmaður með BA-ritgerðum á sviði veðréttar 2013-2014
- Háskóli Íslands, stundakennari í meistaranámi í endurskoðun og reikningsskilum (M.Acc.) 2008-2010
- Blæðarafélag Íslands, stjórn2007-
- Blæðarafélags Íslands, formaður2015-2021