Hjalti Geir Erlendsson
Hjalti Geir hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og úrlausn ágreiningsmála á sviði eigna-, orku-, auðlinda og umhverfisréttar og hefur komið að umfangsmiklum málum í tengslum við innviðauppbyggingu, orkuframleiðslu og auðlindanýtingu.
Þá hefur Hjalti Geir einnig yfirgripsmikla þekkingu á réttarsviðum opinbers réttar, svo sem stjórnsýslurétti, Evrópurétti og EES, stjórnskipunarrétti, mannréttindareglum og hann sinnir fjölbreyttri ráðgjöf og hagsmunagæslu á þeim sviðum fyrir einkaaðila, ríkisstofnanir og sveitarfélög. Auk lagaprófs frá Háskóla Íslands er Hjalti Geir með meistaragráðu í lögum (LL.M.) frá Columbia-háskóla í New York. Hann hefur jafnframt reynslu úr fjölmiðlum en hann starfaði sem blaðamaður samhliða laganámi.
- Héraðsdómstólar
- LEX2019
- Umboðsmaður Alþingis2018-2019
- EFTA-skrifstofan í Brussel 2016-2018
- Starfsnám hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York 2016
- LEX2013-2015
- Blaðamaður á Viðskiptablaðinu, Morgunblaðinu og mbl.is samhliða laganámi
- Columbia-háskóli í New York, meistaragráða í lögum (LL.M.)2016
- Héraðsdómslögmaður2014
- Háskóli Íslands, meistarapróf í lögfræði (mag. jur.) 2013
- Uppsalaháskóli í Svíþjóð, Erasmus-skiptinám2012
- Háskóli Íslands, BA í lögfræði2011
- Menntaskólinn við Hamrahlíð2007
- Endurmenntun Háskóla Íslands, kennari í námi til löggildingar fasteigna- og skipasala2022-
- Háskóli Íslands, aðstoðarkennari í Norrænu málflutningskeppninni2015
- Háskóli Íslands, aðstoðarkennari í almennri lögfræði 2012-2013
- Laganefnd Fimleikasambands Íslands
- Þjálfari hjá fimleikadeild Ármanns og íþróttafélaginu Gerplu2004-2014
- Ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands2010-2011
- Stjórn Orators, félags laganema við Háskóla Íslands2009-2010